Þjóðlagahátíðin á Siglufirði

c39ejc3b3c3b0lagahc3a1tc3adc3b0-2019_c381st-og-uppreisn-grafc3adk-stc3b6k

 

Árlega er haldin alþjóðleg tónlistarhátíð á Siglufirði sem hefur það að markmiði að kynna þjóðlagaarf ólíkra þjóða og þjóðarbrota. Á hátíðinni hefur tónlist fjölmargra þjóða verið kynnt auk þess sem íslensk þjóðlög sitja ætíð í öndvegi. Þjóðlagahátíðin stendur frá miðvikudegi til sunnudags fyrstu heilu vikuna í júlí ár hvert. Auk tónleika er boðið upp á námskeið, bæði í tónlist og handverki, gömlu og nýju. Þá er börnum þátttakenda boðið upp á ókeypis námskeið í leiklist og tónlist.

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin í 21. sinn 1. til 5. júlí 2020. 

  • Sögu Þjóðlagahátíðarinnar og dagskrá fyrri ára er hægt að sjá hér.
  • Heimildarmynd um Þjóðlagahátíðina 2017 er hægt að sjá hér.  
  • Íslenska heimildarmynd um Þjóðlagahátíðina 2012 er hægt að sjá hér. 
  • Upplýsingar um Siglufjörð og gistingu þar er hægt að sjá hér. 

Listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðarðinnar á Siglufirði er Gunnsteinn Ólafsson, netfang gol@ismennt.is

 

 

 

Myndin á forsíðu er eftir Gunnar Júl.