Home

Main_2018_home_isl_ensk_1600x540px

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin í 19. sinn 4. til 8. júlí 2018. Hún er að þessu sinni haldin í samvinnu við Norrænu strandmenningarhátíðina, Síldarminjasafn Íslands og Þjóðlagasetrið á Siglufirði. Dagskrá Þjóðlagahátíðarinnar er hér og dagskrá Strandmenningarhátíðarinnar má sjá hér.

Tónlist strand- og eyþjóða setur sterkan svip á hátíðina. Von er á tónlistarmönnum frá  Grænlandi, Gotlandi og Bretlandseyjum, einnig Bandaríkjunum, Kanada og Frakklandi auk íslenskra tónlistarmanna. Hátt í 20 tónleikar verða á hátíðinni, boðið verður upp á námskeið fyrir börn og fullorðna auk þess sem alþjóðleg þjóðlagaakademía verður starfrækt.

Boðið verður upp á fjölbreytta tónlist á hátíðinni, þar má nefna íslensk þjóðlög, heimsdjass, sænska þjóðlagatónlist, sjómannalög, tónlist frá Japan, miðaldamúsík og sinfóníutónleika með þjóðlög í öndvegi.

Listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðarðinnar á Siglufirði er Gunnsteinn Ólafsson og framkvæmdastjóri er Mónika Dís Árnadóttir.