Námskeið

Námskeið

Fimmtudaginn 5. júlí og föstudaginn 6. júlí 2018.

Afró-dansnámskeið

 • Kennarar: Mamady Sano og Sandra Sano Erlingsdóttir
 • Fimmtudag og föstudag kl. 14.00-17.00
 • Nemendur læra afrískan dans og söng frá Gíneu V-Afríku ásamt því að fræðast um uppruna dans og ryþma sem þau eru að vinna með á námskeiðinu. Mamady er einn eftirsóttasti afríski danskennari og trommari frá Gíneu í heiminum og ferðast enn út um allan heim til að kenna og taka þátt í sýningum. Sandra lærði í New York og í Gíneu V-Afríku þar sem hún einbeitti sér að afrískum dansi, hip hop og krump.

Íslensk og ensk þjóðlög

 • Kennarar: Bára Grímsdóttir og Chris Foster
 • Fimmtudag og föstudag kl. 14.00-17.00
 • Á námskeiðinu bera nemendur saman mismunandi stíl íslenskra og enskra þjóðlaga, svo sem enskar ballöður og íslenska sagnadansa, danslög, íslensk kvæðalög, tvísöngslög, söngva fyrir börn og margt fleira. Hlustað á frumheimildir og horft á myndbönd. Sungið verður einradda og í röddum á báðum tungumálum.

Kúbönsk alþýðutónlist

 • Kennari: Tómas R. Einarsson tónskáld og bassaleikari
 • Fimmtudag og föstudag kl. 9.00-12.00
 • Farið yfir sögu kúbanskrar alþýðutónlistar og tóndæmi skoðuð, allt frá Antonio Machín (El Manisero 1930) til hip-hop latínsveitarinnar Orishas. Þá verður gerð grein fyrir grundvallarreglum tónlistarinnar (son clave og rumba clave) og undirleiksmynstrum (son montuno og guajeo). Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér slagverkshljóðfæri.

Prjóntækni

 • Kennari: Guðrún Hannele textílkennari og eigandi Storksins
 • Fimmtudag og föstudag kl. 9.00-12.00
 • Fimm aðferðir við að auka út, taka úr, fitja upp, fella af og fá fallega jaðra á prjónaverkefnið. Prjónaðar eru prufur til að læra tæknina og eiga í farteskinu þegar heim kemur. Góðar vinnulýsingar fylgja. Þátttakendur koma með garn í grófleika fyrir prjóna nr. 3.5-4.5 og 60-80 cm hringprjóna sem passa fyrir garnið. Kennari verður einnig með garn og prjóna til sölu fyrir þá sem þess þurfa.

Skráning á námskeið.


Getur hver sem er búið til þjóðlag?

Barnanámskeið fyrir 5-12 ára

 • Kennarar: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Sigurður Ingi Einarsson
 • Fimmtudagur 5. júlí kl. 9.00-12.00.
 • Föstudagur 6. júlí kl. 9.00-12.00. Stuttir tónleikar í hádeginu.
 • Á námskeiðinu verður aðaláherslan lögð á skapandi vinnu með þjóðsögur og þjóðlög. Getur hver sem er búið til þjóðlag?Ingibjörg Fríða og Sigurður Ingi eru bæði starfandi tónlistarmenn og hrærast í ýmsum tónlistarstílum: klassík, jazz, poppi, rokki og þjóðlagatónlist. Ingibjörg Fríða er söngkona og Sigurður Ingi trommari. Þau hafa bæði lokið burtfararprófi við jazz-popp- og rokkdeild FÍH og bakkalársgráðu í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands þar sem megináhersla þeirra beggja var frjáls spuni. Þau hafa bæði verið virk í tónlistarkennslu og skapandi tónlistarsmiðjum með börnum, unglingum sem og fullorðnum.

Sjá einnig heilsdags námskeið fyrir alla hjá Þjóðlagaakademíunni