Þjóðlagaakedemían

Þjóðlagaakademían 4. – 6. júlí 2019

  • Námskeið um íslenska þjóðlagatónlist – opið öllum almenningi. Fyrirlestrar eru ýmist á íslensku eða ensku. Ef erlendir gestir sækja akademíuna er eingöngu töluð enska
  • Námskeiðið fer fram á kirkjuloftinu í Siglufjarðarkirkju.
  • Umsjónarmaður: Gunnsteinn Ólafsson

Í Þjóðlagaakademíunni verða kennd íslensk þjóðlög, þ.á.m. rímnalög, tvísöngslög. Þá verða dansaðir þjóðdansar og kennt að leika á langspil og íslenska fiðlu. Einnig verða haldin erindi um erlenda þjóðlaga- og miðaldatónlist. Hér má sjá dagskrá þjóðlagaakademíunnar frá fyrri árum.

Fimmtudagur 4. júlí 2019

09.00-11.00  –  Rímnalagahefðin – Gunnsteinn Ólafsson

11.00-12.00  – Tvísöngur – Örn Magnússon

12.00-13.00  –  HLÉ

13.00-14.00  – Söngvar í iðnbyltingu Ameríku – Hans-Hinrich Thedens og Elizabeth Gaver

14.00-15.00  –  Norsk þjóðlagatónlist  – Ragnar Heyerdahl og Astri Skarpengland

15.00-16.00  –  Bjarni Þorsteinsson og þjóðlagasöfnun hans – Gunnsteinn Ólafsson

Föstudagur 5. júlí 2019

10.00-11.00  –  Serbnesk þjóðlög – Jelena Ćirić

11.00-12.00  –  Íslensk þjóðlög af trúarlegum toga – Marta Halldórsdóttir

12.00-13.00  –  HLÉ

13.00-14.00 – Evrópskir ástar- og baráttusöngvar – Johanna Zwaig, Noregi

14.00-15.00  – Spuni; leið til nýrrar túlkunar þjóðlaga – Anna Jónsdóttir, Ute                                       Völker, Ursel Schlicht, Þýskalandi

15.00-16.00  –  Langspil og íslensk fiðla – Örn Magnússon

Laugardagur 6. júlí 2019

10.00-11.00  – Contradansar – Félagar í Felaboga kenna

11.00-12.00 – Vikivakar – Kolfinna Sigurvinsdóttir og Hulda Sverrisdóttir