Útgáfa / Publication

Raddir ÍslandsRaddir Íslands: Íslensk þjóðlög og þjóðdansar

Raddir Íslands – DVD mynddiskur sem sýnir helstu þjóðlagatónlistarmenn Íslendinga kveða rímur, syngja tvísöng, flytja barnagælur og þulur ásamt sálmalögum og druslu. Einstök heimild um íslensk þjóðlög og þjóðdansa.

Á þessum glæsilega mynddiski koma fram helstu þjóðlagatónlistarmenn Íslendinga og kveða rímur, syngja tvísöng, flytja barnagælur og þulur ásamt sálmalögum og druslum. Á meðal flytjenda eru Steindór Andersen, Diddi fiðla, Bára Grímsdóttir, Ása Ketilsdóttir, Örn og Sigursveinn Magnússynir, Marta G. Halldórsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir og margir fleiri. Þjóðdansahópurinn Sporið sýnir bæði sagnadansa, vikivaka og „gömlu dansana“. Bæklingur á íslensku og ensku um íslenska þjóðdansa og þjóðlagatónlist fylgir mynddiskinum. Hér er á ferðinni diskur sem sýnir glögglega þverskurð af íslenskri þjóðlagatónlist og þjóðdönsum síðustu alda auk þess að vera einstök heimild um stöðu þjóðlagatónlistar á Íslandi í upphafi 21. aldar. Útgáfunni stjórnaði Gunnsteinn Ólafsson en kvikmyndun var í höndum Dúa J. Landmark. Panta má diskinn með því að senda tölvupóst á gol@ismennt.is. Mynddiskurinn kostar kr. 2.500, sendingarkostnaður innanlands er innifalinn. Vinsamlegast leggið inn á reikning Þjóðlagaseturs (kt. 621299-2989) í Sparisjóði Siglufjarðar 1102-26-621.

Voices of Iceland: Icelandic Folk Songs and Folk Dances

This superlative DVD portrays Iceland’s singers of rimur (rímur), quint songs (tvísöngur), children songs, psalms, and other forms of Icelandic traditional music, as well as Icelandic folk dances. Only Ikr 2500 (Currency converter see here), plus shipping. Please contact Gunnsteinn Ólafsson, gol@ismennt.is

An informative booklet about the various forms of Icelandic traditional music and dance accompanies the DVD. The booklet has been translated into English, Danish, German, Polish, French, Italian and Spanish.

Mynd af bæklingi

Raddir Íslands – bæklingur

Voices of Iceland booklet

Voices of Iceland – Dänisch and Deutsch   

Voices of Iceland – French and Polish

Voices of Iceland – Spanish and Italian

 

 

Eldhugi við ysta haf. Ævisaga sr. Bjarna Þorsteinssonar.  

Árið 2011 stóð Þjóðlagasetrið á Siglufirði fyrir ritun ævisögu sr. Bjarna Þorsteinssonar. Eldhugi_vid_ysta_haf_forsida_1_640

Í bókinni Bjarni Þorsteinsson – Eldhugi við ysta haf er sögð saga saga sveitapilts sem varð einn merkasti frumherji íslensku þjóðarinnar á fyrri hluta tuttugustu aldar. Stórbrotið lífshlaup Bjarna einkenndist af háleitum hugsjónum og mikilli athafnaþrá – en hann þurfti einnig að kljást við tómlæti og andstöðu ráðamanna.

Bjarni var prestur á Siglufirði og helsti forystumaður bæjarins þegar síldarævintýrið byrjaði. Hann hóf þjóðlagasöfnun innan við tvítugt og bjargaði þannig stórum hluta af þjóðlagaarfi Íslendinga frá glötun.

Bjarni var þjóðkunnur lagahöfundur og eitt fyrsta tónskáld þjóðarinnar til að birta lög sín á prenti.

Við ritun ævisögu Bjarna Þorsteinssonar fékk Viðar Hreinsson sagnfræðingur og rithöfundur, óheftan aðgang að einkaheimildum hans, þar á meðal hátt í eitt hundrað rómantískum ástarbréfum til Sigríðar Blöndal Lárusdóttur, stúlkunnar frá Kornsá í Vatnsdal, sem síðar varð eiginkona hans.

Bjarni Þorsteinsson – Eldhugi við ysta haf er merkur aldarspegill en birtir um leið áhrifamikla mynd af margbrotnum manni sem kenndi til í stormum sinnar tíðar.

Ritdóm um bókina er hægt að sjá hér. 

Bókin fæst m.a. í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði.

Spriklandi silfur. Námsefni í tónmennt fyrir 3. – 5. bekk eftir Báru Grímsdóttur.

Efnið á eftir að koma inn

Eyrnagaman. Kennslubók í tónheyrn á mið og framhaldsstigi eftir Gunnstein Ólafsson.

EyrnagamanHverjum kafla kennslubókarinnar fylgir eitt íslenskt þjóðlag til þess að skrifa niður á nótur. Námsefnið er fjölbreytt og tekur á flestum þáttum sem krafist er í námskrá tónlistarskóla. Bæði er kennt að syngja á solfa-nöfnum og á nótnaheitum, farið í alls kyns leiki sem efla lag- og taktvísi nemenda og hljómagangur greindur eftir heyrn.

Nemenda og kennarahefti er hægt að fá hjá höfundi: gol@ismennt.is

Allur réttur á upptökum: Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði.

Upptökurnar er hægt heyra hér.